Vörulisti Segers 2019
Segers fatnaðurinn er afar vinsæll meðal veitingamanna sem vilja skapa rekstri sínum sérstöðu. Þeir vita að útlit er stór partur af upplifun gesta ekki síður en maturinn sjálfur. Hönnun Segers er nýtískuleg og mikið lagt upp úr litlum smáatriðum sem gera fatnaðinn eftirtektaverðan. Fatnaðurinn er afar vandaður og þægindin höfð í fyrirrúmi.
Í línunni eru m.a kokkajakkar, kokkabuxur, kollhúfur, hnappar og fleira sem hentar starfsfólki stóreldhúsins. Einnig má fá fatnað á þjóninn, vikapilitinn og starfsfólk í móttöku.
Hafið samband við sölufulltrúa fyrir nánari upplýsingar:
Þórhildur: thorhildur@run.is