Hágæða silkidamask rúmföt úr sérvalinni egypskri bómull.
Kostir egypsku bómullarinnar eru velþekktir enda eru þessi sett álitin þau allra bestu í heiminum. Egypska bómullinn er mun mýkri en aðrar gerðir bómullar og viðkoman silkikennd. Þræðir bómullarinnar eru lengri en þegar um hefðbundna bómull er að ræða sem gerir verin slitsterkari. Þegar hár þráðafjöldi bætist svo við geta þessi sængurverasett enst í áratugi. Egypska bómullinn er auk þess afskaplega rakadræg sem þýðir betri svefn fyrir þig og þína. Settin eru saumuð á Íslandi.
Stærð: 140x200cm – koddaver 50×70 + 5cm kantur
Efni: 100% egypsk bómull
Þráðafjöldi: 600
Litir: Hvítt og beislitað