Kósý og notaleg rúmföt skipta höfuð máli þegar við leggjumst til svefns. Því skiptir miklu máli að vanda vel til valsins, hvort sem um er að ræða rúmföt fyrir heimilið eða hótelrúmföt. Rúmföt fyrir hótel þurfa ekki bara að vera mjúk og þægileg heldur þurfa þau að vera slitsterk, þola mikla meðhöndlun og háan þvottahita. Öll vinna í kringum þau þarf að ganga hratt og örugglega fyrir sig þannig að rekstarhagræðingin verði sem best.
Í yfir átta áratugi höfum við ráðlagt viðskiptavinum okkar að hverju þarf að huga við val á hótellíni. Við þekkjum vel kosti og galla mismunandi gerða rúmfata og hvernig ná má fram sem mestri hagræðingu í innkaupum og meðhöndlun á líni. Hvort sem þú vilt straufrí rúmföt, hálfstraufrí, bómull, bómullarblöndur eða lífrænt lín þá finnurðu það hjá okkur.