Í áratugi hafa hótelgestir víða um land sofið værum svefni í rúmfötum frá okkur. Hótelrúmfötin okkar eru sérhönnuð til þess að mæta bæði þörfum næturgesta, starfsfólksins sem meðhöndlar þau og hóteleigandans. Þau eru einstaklega mjúk og þægileg sem gerir upplifun gestsins af hótelinu eftirminnanlega. Auk þess eru þau auðveld í allri umhirðu og stafsfólkið eyðir því minni tíma en ella í skipti á hverju rúmi. Ekki skemmir svo fyrir að verðið er gott, sem gerir innkaupin á þeim mun ánægjulegri. Helstu hótelvörurnar okkar eru rúmföt, lök, handklæði sængur, koddar, hlífðardýnur, rúmrenningar og rúmteppi.
Borðdúkar og servíettur
Lök
Rúmteppi
Sængurverasett