Home / Handklæði og baðvörur

Handklæði og baðvörur

Falleg baðherbergi státa alla jafna af fallegum handklæðum og baðvörum sem gefa herberginu hlýlegan blæ. Mjúkt handklæði, sloppur og inniskór til að smeygja sér í eftir heita sturtu gefa notalega upplifun og eru góð byrjun á deginum.

Eigum fjölbreytt úrval af góðum og vönduðum handklæðum. Yfir tuttugu litir á lager og nokkra gæðaflokka. Klassísk hótelhandklæði, lúxushandklæði og venjuleg heimilishandklæði í öllum stærðum.

Inn á hótelbaðherbergið eru baðsloppar og inniskór viðbót sem gesturinn þinn tekur svo sannarlega eftir. Þessi litlu atriði senda skilaboð um lúxus og gera upplifun gestsins af dvölinni hjá þér ánægjulegri. Eigum fallega baðsloppa úr frotté á lager og getum sérpantað vöfflusloppa úr lífrænu líni með litlum fyrirvara.

 

  • Handklæði
  • Sloppar og inniskór
  • Baðmottur